Atvinnumála- og kynningarráð - 54 (5.6.2020) - Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020
Málsnúmer201910144
MálsaðiliAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Skráð afirish
Stofnað dags05.06.2020
NiðurstaðaLagt fram til kynningar
Athugasemd
TextiAtvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum eftirfarandi viðauka við áður sendar tillögur að úthlutunarreglum: Í ljósi þess að aðeins helmingur þeirra sérreglna sem Dalvíkurbyggð sendi frá sér í janúar voru samþykktar óskar sveitarfélagið eftir því að fá að falla frá löndunar- og vinnsluskyldu vegna byggðakvóta 2019/2020. Til vara vísar sveitarfélagið í nýgerða breytingu á reglugerð nr. 676/2019, vegna breytinga/stöðvunar á vinnslu vegna Covid-19. Í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar Covid með lokun leiða og sölu, er fallið frá löndunar-/vinnsluskyldu í Dalvíkurbyggð vegna byggðakvóta 2019/2020. Atvinnumála- og kynningaráð boðar til fundar, föstudaginn 19. júní kl. 9.00, með hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu vegna sérreglna byggðakvóta næsta fiskveiðiárs. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi kl. 08:50.